home-iceland

Dekradu vid apann sem býr innra med pér!

Ef japanskir snæapar ættu heimkynni sín í Reykjavík færi mjög vel um þá hjá okkur í  Makake. Þeir eru forvitnir að eðlisfari og eru hrifnir af heitum uppsprettum, snjóboltaslag og ljúffengum mat. Það er einmitt þessi api sem er verndardýr okkar hjá Makake.

Makake er systurfyrirtæki Ramen Mómó og reynir ýmislegt fyrir sér. Hér snýst allt um að deila með öðrum – smáréttum,sérlöguðum drykkjum og matreiðsluævintýrum frá Asíu hér á Fróni.

Makake, makake / Tapas, tapas

Matseðillinn hjá okkur byggist á sterkri, spænskri hefð fyrir smáréttunum tapas og seiðandi matargerð Asíulanda. Þess matseðill miðast einmitt við að maður geti annaðhvort deilt matnum með öðrum eða setið einn að réttunum. Hvort tveggja er jafnskemmtilegt. Hér eru í boði nýlöguð, fyllt smáhorn, gufusoðnar bollur, sósur staðarins og síbreytilegur matseðill með vinsælum réttum frá Asíu og víðar að sem við kynnum og kunnum að meta.

Maturinn:

Apar vilja helst prófa allt! Matseðillinn okkar miðast einmitt við ljúffengar nýjungar. Þarna eru 12 réttir sem má velja úr, hvort heldur tíbeskt mómó, japanskt gíósa, kínverskar gufusoðnar bollur og kóreskt hotteok. Í boði er bæði hægelduð svínasteik og ljúffengir veganréttir. Eitthvað við allra hæfi

0 km

Við aðhyllumst hæga matreiðslu og skuldbindum okkur til þess að bjóða aldrei færri en fimm rétti þar sem að minnsta kosti 40% hráefnis er frá framleiðendum á staðnum (framleitt í innan við hundrað kílómetra fjarlægð). 

Stefnan hjá okkur miðast við þá lífsskoðun að best sé það sem er „gott,hreint og sanngjarnt“. Þar með er endurvinnsla í hávegum höfð, hráefni er fengið á staðnum og er lífrænt ræktað, enn fremur er erfðabreyttum matvælum hafnað. 

Þar með bjóðum við ótrúlega ljúffenga rétti, en þessi stefna er líka hagstæð litlum framleiðendum á staðnum, og það hefur auðvitað jákvæð áhrif á efnahag svæðisins, enda fá smábændur tækifæri til þess að blómstra og dafna. Auk þess dregur þetta úr þeim koltvísýringsútblæstri út í andrúmsloftið,sem tengist matvælaflutningum.

Makake.

Contact

info@makake.is
+354 782 0210