Erna Pétursdóttir

Erna fæddist á Íslandi og ólst upp í Barcelona. Hún naut þess að vera á matarmörkuðum og tapas-stöðum þar sem hún varði flestum tómstundum sínum í æsku. Hún flutti til Indlands 2008 og þar hófst ævintýrið um austræna matargerðarlist. Hún lærði listina að búa til Ramen hjá Sensei Rikisai Miyajima í Ósaka og hefðbundna, kóreska matreiðslu í kokkaskólanum í Seúl.

Kunsang Tsering

Kunsang er af tíbeskum ættum en hefur búið á Íslandi frá árinu 2010. Hann ólst upp innan um búddhísk listaverk og heimatilbúin smáhorn. Hann útskrifaðist úr listaskóla og starfaði sem Thangkha-listamaður í rúm fimm ár í Dharamasala en ákvað þá að flytja til Barcelona þar sem hann kynntist fyrst tapas-matargerðinni. Hann hefur gefið út þrjár litabækur: Mandalas of Tibet (2009), Tangkhas (2011) og Mandalas of Iceland (2015).

Our dumpling makers:

Mai er ein þeirra sem býr til hornin. Hún er indæl og skemmtileg og mikill vinnuþjarkur. Hún er japönsk og henni virðist eðlilegt að móta falleg form í höndunum. Eftirlætismynstrið hennar er Chiu-chao. Við fögnum því að hafa Mai í liði með okkur!

Kunsang er konungur og meistari í smáhornagerð. Hann kennir okkur hinum að móta form og það er sama hvað maður er fljótur að því, hann er alltaf skerfi á undan í smáhornagerð! Eftirlætismynstrið hans er Chiu-chao sem heitir líka Momo á tíbetsku.

Ana er líka í hornunum, sólargeisli í eldhúsinu okkar. Hún er að keppa við Kunsang um það hvort sé sneggra að búa til horn. Við segjum ykkur frá því ef hún slær honum við. Eftirlætið hennar er shiitake mandu. Það er yndislegt að vinna með henni.

Asey er alveg yndisleg. Hún sér um sósur og fyllingar í hornin. Það er ekkert smáræði! Það er mikið lán að hún skuli vera með okkur í liði.